Gull – Mánaðarleg bílaþrif
- 15% afsláttur af dekkjum og þjónustu hjá Dekkjahúsinu
- Fastur tími í hverjum mánuði
- Mánaðarleg innheimta
- 1 Mánaða uppsagnartími
2.500 kr aukalega í akstursþjónustu fyrir afhendingar í Reykjavik, Mosfellsbæ og Grafarvogur.
Lítill fólksbíll: 18.990 kr | Fólksbíll: 19.990 kr
Lítill Jeppi: 20.990 kr | Stór Jeppi: 21.990 kr
Mikilvægt að bóna bílinn reglulega
Það er mikilvægt að bóna bílinn reglulega til þess að verja hann fyrir ágangi veðurs og vinda, hvort sem hann er gamall eða nýr. Með hjálp bóns og þéttiefna er hægt að viðhalda góðum lit og glæsileika bílsins og er óhætt að fullyrða að fátt tekur fram jafnvel og ný bónaður bíll.
Sólskin, loft og vatn vinna sífellt að því að tæra lakkið á bílnum. Eftir ákveðinn tíma glatar bíllinn því glansinum sem fylgdi honum nýjum auk þess sem bónhúðin á lakkinu hverfur smám saman. Bónið virkar eins og filma eða húð sem ver lakkið á bílnum. Á meðan bónhúðin er í lagi hafa umhverfisþættir eins og sólarljós og vatn lágmarksáhrif á lakkið, auk þess sem bónið ver bílinn gegn tjöru og kemískum efnum. Mikilvægt er að nota rétta bónið og þessa vegna notumst við eingöngu við HydrO og Reload bónin frá CarPro sem endast í allt að 6 mánuði.